Leiðabreytingar Strætó eftir áramót

Smávægilegar tímabreytingar verða gerðar á strætóleiðum 1-2-3-4-5-6-13-14-15-16-17-18 á höfuðborgarsvæðinu og 52-55-57-75-88 á landsbyggðinni og taka þær gildi sunnudaginn 3. janúar 2016. Einnig verða gerðar örfáar aðrar breytingar.

Leiðarbækur eru ekki lengur prentaðar en allar upplýsingar um leiðir, komutíma, brottfarir, kort og aðra þjónustu er hægt að finna á Strætó.is, í Strætó-appinu eða hjá Þjónustuveri Strætó í síma  5402700.

Nánari upplýsingar er að finna inn á Strætó.is