Leikjanámskeið á Laugarvatni

Haldið verður leikjanámskeið á vegum UMFL á Laugarvatni dagana 8.-19. júní fyrir krakka í 1.-7. bekk. Boðið verður upp á hálfan dag, annað hvort frá klukkan 9-12 eða frá 13-16 og heilan dag 9-16. Börnin taka með sér nesti. Lögð verður áhersla á skemmtilega og fjölbreytta leiki og tómstundir ásamt kynningu á helstu íþróttagreinum. Má nefna, klifur, göngu- og hjólaferðir, frjálsar íþróttir, fótbolta og fleira. Allir velkomnir á skemmtilegt og fjörugt leikjanámskeið! Mæting við íþróttahúsið.
Verð:  hálfur dagur er á 7.500 kr.
heill dagur er á 15.000 kr.
Umsjónarmaður er Emilía Jónsdóttir íþróttafræðinemi við HÍ. Nánari upplýsingar gefur hún í síma 820-4464 eða tölvupóstfang emj1@hi.is Skráningarfrestur til föstudags 5. júní.