Leikskólabygging í Reykholti

Á dögunum var ritað undir samning Bláskógabyggðar við HK verktaka ehf um innanhúsfrágang og lóðafrágang leikskólans Álfaborgar. HK verktakar áttu lægsta tilboð í útboði sem Verkís ehf hélt utan um fyrir Bláskógabyggð. Fyrri áfanga verksins lýkur á næstu vikum, en Ari Oddsson ehf hefur annast þann hátt, þ.e. uppsteypu og utanhússfrágang. Áætlað er að taka hina nýju leikskólabyggingu í notkun næsta haust, og verður leikskólinn Álfaborg þá kominn í varanlegt húsnæði. Arkitektastofan VA arkitektar annast hönnun hússins og Verkís sér um verkfræðihönnun.

Á myndinni eru eigendur HK verktaka, þeir Hákon Pétursson og Kristinn Már Þorkelsson, ásamt Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra, og Helga Bárðarsyni hjá Verkís.