Leikskólakennari óskast

Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu frá 7 ágúst 2018. Leikskólinn er staðsettur í Bláskógaskóla í Reykholti Biskupstungum og starfar í anda Reggio Emilia stefnunnar. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan staðblæ og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leik- og grunnskólans í Reykholti. Ef þú ert glaðlynd/ur með mikinn metnað, sveigjanleg/ur og með einstaklega góða hæfileika í mannlegum samskiptum, þá hvetjum við þig til að sækja um.

Fáist ekki leikskólakennari til starsfins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Umsóknarfrestur er til 07 júní 2018

Umsóknir sendast á netfangið reginarosa@blaskogabyggd.is