Leikskólakennari óskast

Bláskógaskóli á Laugarvatni auglýsir eftir leikskólakennurum frá og með 4. janúar 2016.

Bláskógaskóli á Laugarvatni er samrekinn leik og grunnskóli sem leggur meðal annars mikla áherslu á samfellu á milli skólastiganna, fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Grenndarkennsla er stór hluti af starfinu og verið er að vinna að þróunarverkefni þar sem lögð er áhersla á útikennslu með fjölbreytta kennsluhætti að leiðarljósi þvert á skólastig.

Starfið á leikskóladeild Bláskógaskóla er skipulagt eftir starfsaðferðum Reggio Emilia. Meginmarkmið stefnunnar eru að hvetja barnið til að þess að nota öll sín skilningarvit, „málin sín hundrað“ og starfa markvisst að því að virkja frumlega og skapandi hugsun. Í starfinu eru notaðar opnar spurningar eins og hvað, hvernig og hvers vegna? Lögð er áhersla á takmarkalaust traust og virðingu fyrir barninu og getu þess til að afla sér reynslu og þekkingar á eigin forsendum. Sjálfsmynd barnsins mótast af þeim viðbrögðum og þeirri framkomu sem barnið mætir í umhverfinu. Áhersla er lögð á að skoða einstaklinginn og hans eiginleika. Barninu er gefinn kostur á að tjá tilfinningar sínar og hugsanir og tengja við tilfinningar annarra. Með alhliða þjálfun skynjunar og tilfinninga eykst sjálfsvitund og trú á eigin getu.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og áhugi fyrir margbreytilegu starfi
  • Lausnamiðun í starfi er mikilvægur eiginleiki
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Störfin henta jafnt körlum sem konum.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til reynslu.

Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir skólastjóri í síma: 480-3030 eða í gegnum tölvupóst elfa@blaskogaskoli.is