Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra til starfa fyrir næsta skólaár

Leikskólinn Álfaborg í Reykholti, Bláskógabyggð óskar eftir deildarstjóra til starfa fyrir næsta skólaár. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf frá og með 14. Ágúst 2015. Einkunnarorð skólans eru virðing, velllíðan og fagmennska og endurspegla þau það starf sem unnið er eftir í Álfaborg.

Stuðst er við hugmyndafræði Reggio Emilia stefnunnar sem leggur m.a áherslu á lýðræði, sköpun og að barnið og þarfir þess séu hafðar að leiðarljósi í leikskólastarfinu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  • Að skipuleggja og halda utan um faglegt starf, foreldrasamstarf og þróunarstarf undir stjórn leikskólastjóra.

Hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

 

Nánari upplýsingar veitir Elfa Birkisdóttir leikskólastjóri á netfangið, alfaborg@blaskogabyggd.is.

Umsóknarfrestur er til 1. Ágúst 2015.