Lestrarstefna skólanna í Bláskógabyggð

Mánudaginn, 23. janúar kl. 17:00 verður fundur skólanefndar Bláskógabyggðar opinn öllum. Þar munu skólastjórnendur kynna nýja lestrarstefnu og hvernig unnið verður að henni í hverjum skóla fyrir sig. Lestur er einn mikilvægasti þátturinn í námi hvers barns þar sem grunnur er lagður að frekari námi. Mikill áhugi er meðal skólanna í Bláskógabyggð til að sinna þessum þætti vel og hafa þeir í sameiningu unnið að lestrarstefnu sem tekur mið af þörfum hvers skóla. Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á fundinn sem verður haldinn í Bláskógaskóla Laugarvatni.