Leyndardómar Suðurlands 28. mars -6. apríl

Hvaða leyndardóm vilt þú kynna ?
Framundan er umfangsmikið kynningarátak sem ykkur er boðið að taka þátt í. Ferðaþjónustufyrirtæki,
matvælaframleiðendur, félög, fyrirtæki og allir áhugasamir eru hvattir til að vera með.
Frábær leið til að koma ykkur á framfæri/kynna ykkar starfsemi.

Utan háannatíma vikuna 28. mars – 6. apríl 2014 stendur SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga
ásamt Markaðsstofu Suðurlands fyrir kynningarverkefninu “Leyndardómar Suðurlands”. Markmiðið
er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland.

Megininntakið í átakinu er Matur – Saga – Menning. Hér er kærkomið tækifæri, til að lengja
ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. Markhópurinn að
þessu sinni er Íslendingar og Sunnlendingar sjálfir.
Á Suðurlandi eru mörg leyndarmál, sem eru vel þess virði að deila, en “leyndarmál” – er einmitt
boðskapur ársins í herferð Íslandsstofu, “Ísland allt árið”.
Með því að blása í herlúðra Sunnlendinga samtímis, er mögulegt að ná samlegð milli verkefna.

Og hvað á svo að gera ? Raunar eru engin takmörk á því og hver og einn tekur þátt á eigin forsendum,
hér koma nokkur dæmi til að örva hugmyndaflugið: Tiboð á veitingastöðum og
sérmatseðlar – tveir fyrir einn í gistingu – ókeypis í sund – listsýningar – tónleikar – skemmtanir –
tilboð á sunnlenskum vörum – lengdur opnunartími – ókeypis í strætó – tilboð í afþreyingu – bíóvika
– – afsláttur í Herjólf og svona mætti lengi telja.

SASS ber ábyrgð á markaðsherferð og sameiginlegum auglýsingum.
Verkefnisstjóri er Þórarinn Egill Sveinsson thorarinn@sudurland.is sími 482 8200.
Eftirtaldir tengiliðir á hinum ýmsu svæðum taka á móti hugmyndum og skráningum.
Forskráning er hafin. Sendið inn skilaboð sem fyrst ef þið viljið vera með, síðan má taka tíma í að
útfæra hugmyndir nánar.

SASS: thorarinn@sudurland.is
Kynningarfulltrúi: mhh@sudurland.is
Markaðsstofa Suðurlands: south@south.is
Uppsveitir Árnessýslu: asborg@ismennt.is
Vík: eirikur@vik.is
Hornafjörður: fanney@sudurland.is
Upplýsingamiðstöð Suðurlands: tourinfo@hveragerdi.is
Háskólafélag Suðurlands/Matís: ingunn@matis.is