Ljósadagur á Laugarvatni

266_Kristrún 20061201_0995.JPG Nemendur ML leika sér í draugalegri birtunniFallegur ljósadagur á Laugarvatni fyrstu helgina í aðventu.

Laugardaginn 1. desember sameinuðust íbúar og aðkomufólk um að kveikja aðventuljósin í Laugardal. Dagskráin var hefðbundin í umsjá félaga staðarins og hófst í Grunnskólanum með jólasöng og kveikt var á jólatrénu. Margir gerðu góð kaup á jólabasarnum og rjómavöfflur með kakói yljaði hátíðargestum þar. Þegar dimmdi seinnipartinn hittist fólkið í Bjarnalundi þar sem Loinsmenn kveiktu á jólatrénu og krakkarnir sungu jólalög. Síðan skundaði hópurinn niður að Laugarvatni og þar fleytti hver sínu kerti á vatninu á meðan hátíðleg músík endurvarpaðist af fjallinu eins og ljósin af vatninu. Himnafaðirinn var svo hugulsamur að leggja hvíta breiðu yfir jörðina svo jólastemning og hátíðleiki var allsráðandi.

Óneitanlega snertir það margan hjartastreng að standa í stillunni og horfa á ljósið sitt sigla á vatninu, hugsanlega með góðar kveðjur til horfinna ástvina innanborðs eða bara fyrir fegurðina og dulúðina sem skapast við reykinn frá hvernum og ljósadýrðinni. KS