Lokanir leik og grunnskóla vegna veðurs 11. desember 2019

Kæru foreldrar barna á leik- og grunnskólastigi Bláskógaskóla á Laugarvatni, á Álfaborg og í Bláskógaskóla Reykholti.

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald bæði á leik- og grunnskólastigi á morgun miðvikudaginn 11. desember.
 
Samkvæmt veðurspám sem við höfum núna má gera ráð fyrir að veðrið haldi áfram og vegna ofankomu og vinds er nokkuð ljóst að ófærð verður mikil.
Ekki er hægt að gera ráð fyrir að snjóruðningstæki geti farið af stað fyrr en eftir hádegi, gangi spár eftir.
Almannavarnir hafa beint þeim tilmælum til fólks að halda sig inni við. Við sýnum því fullan skilning og virðum þau tilmæli og biðjum fólk  að halda sig innan dyra.
Að öllu óbreyttu stefnum við á að opna leik- og grunnskóla stundvíslega  kl. 8 fimmtudaginn12. desember.