Lokun Skeiða- og Hrunamannavegar við Stóru-Laxá vegna vatnavaxta á fimmtudag

Eftirfarandi er tilkynning frá Vegagerðinni:

Vegna yfirvofandi vatnavaxta verður Skeiða og Hrunamannavegi (vegi nr. 30) lokað við Stóru Láxá.

Veginum verður lokað eftir hádegi á fimmtudag og búist er við að lokað verði í nokkra daga.

Ökumönnum er bent á merktar hjáleiðir um Skálholtsveg (31), Biskupstungnabraut (35) og Bræðratunguveg (359).

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Á heimasíðu Skeiða-og Gnúpverjahrepps má einnig sjá tilkynningu frá Almannavörnum vegna vatnavaxta og flóðahættu í ám ásamt fleiru sem tengist hlýja veðrinu um helgina.