Lokun við Flúðir.

Gatnamótum Skeiða,-og Hrunamannavegar (30-06) og Hrunavegar (344-01) við Flúðir, verður lokað miðvikudaginn 20.október og fram eftir degi fimmtudaginn 21. október vegna malbikunarframkvæmda.
Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Biskupstungabraut (35), Skálholtsveg (31) og Langholtsveg (341-01) . Vegna framkvæmda á nærliggjandi vegum í kringum Flúðir er fólk hvatt til að sýna biðlund og virða tilmæli um lækkun hámarkshraða. Gera má ráð fyrir töfum og lengri ferðatíma vegna framkvæmdanna.