Malbikun gangstétta

Vinnu við malbikun þriggja gangstétta í Reykholti og Laugarási lauk á mánudaginn í blíðskaparveðri. Lagt var á Sólbraut og hluta af Bjarkarbrautar í Reykholti og á Bæjarholt í Laugarási. Það var verktakafyrirtækið Fagverk sem lagði malbikið á göngustígana. Fyrir nokkru var samþykkt í sveitarstjórn forgangsröðun með uppbyggingu göngustíga í þéttbýlisstöðum Bláskógabyggðar og er uppbygging þessara gangstétta einn liðurinn í þeirri vinnu. Mikil bylting verður fyrir þá sem þurfa að fara um þessar götur hvað varðar umferðaröryggi.

 

Kveðja,

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri