Málþing um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi

Stefnumótunarfundur um málefni fatlaðs fólks  á Suðurlandi verður haldinn í sal Karlakórs Selfoss Eyrarvegi 67, föstudaginn 17. febrúar nk.  kl. 10.00 til 14.00 skv.   Fundurinn er opinn notendum, aðstandendum, hagsmunasamtökum, sveitarstjórnarmönnum,starfsmönnum sveitarfélaga og öðru áhugafólki.

 

Dagskrá:

 

10.00-10.50        Hugmyndafræði og samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í fötlunarfræðum.

 

10.50-11.00        Staða málaefna fatlaðs fólks á Suðurlandi

María Kristjánsdóttir, formaður þjónusturáðs Suðurlands

 

11.00-11.15        Kaffi

 

11.15-12.00        Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á Suðurlandi

Hópvinna þar sem stuðst verður við þjóðfundarformið

Fjögur meginþemu:

Búsetuþjónusta

Atvinnumál

Þjónusta við fjölskyldur

Félagsþjónusta

 

12.00-12.45        Léttur hádegismatur

 

12.45-14.00        Áframhaldandi hópavinna

Kynntar niðurstöður hópanna.

 

 

 

Þátttakendur skrái sig á heimasíðu www.sudurland.is fyrir 15. febrúar 2012