Matarkistan

Matarkistan Hrunamannahreppur
Uppskeruhátíð á Flúðum

Föstudagur 17. september
Félagsheimilið Flúðum. Tónleikar kl. 20:30-21:30.
Þórunn Elín Pétursdóttir söngkona og Jón Bjarnason organisti. Íslenskar perlur, erlend sönglög og óperuaríur.
Útlaginn kl. 22:00.  Unga blússveitin Stone Stones og landslið blúsara í Vinum Dóra munu slá saman í blústónleika, látið ykkur ekki vanta á þennan ótrúlega viðburð.

Laugardagur 18. september
Þakkargjörðarmessa í Hrunakirkju kl. 11:00.  Sr. Eríkur Jóhannsson
Tré ársins í sveitinni, í lok messu tilkynnir Skógræktarfélag Hrunamannahrepps úrslit og afhendir verðlaunagrip.

Matarkistan markaður í félagsheimilinu á Flúðum kl. 13:00-17:00.
Matvæli frá fjölmörgum í sveitinni: grænmeti, kjöt, fiskur, konfekt, hunang, hveiti, mjólkurvörur, handverk, tré, steinar o.fl.  Kvenfélagið með kaffi og pönnukökur. Ljósmyndasýning, Sigurður Sigmundsson ljósmyndari.

Bjarkarhlíð – Anna Magnúsdóttir handverkskona opið hús kl.13:00-17:00
Leikur að list –  Laugarlandi.  Dóra Mjöll og Margrét Emilsdóttir handverkskona,
opið hús kl.13:00-17:00, kaffi og kynning á steinselju.
Dalbær – Rut Sigurðardóttir opið hús í glervinnustofunni kl.12:00-14:00
Gröf minjasafnið opið kl. 13:00-17:00

Kurl & Kram – Klæðskeraverkstæði kl. 11:00-17:00.
Opið hús og léttar grænmetisveitingar.

Grænna land, Smiðjustíg 5 – Opið hús kl.13:00-17:00
Kransar, skreytingaefni, plöntur til lyfjagerðar, mixtúrur, villisveppir o.fl.

Félagsmiðstöðin Zero
Torgstemmning og leikir fyrir ungu kynslóðina.  Grænmetisgötuleikhús
Teymt undir börnunum

Efra-Sel
Opna íslenska grænmetismótið er haldið í tilefni uppskeruhátíðar.
Margt er í boði og kylfingar hvattir til að kynna sér dagskrána á www.fludir.is.
Kaffi-Sel í golfskálanum með tilboð á pizzum.

Kaffi Grund Flúðum
Gestakokkarnir Beggi og Pacas munu töfra fram gómsæta og framandi grænmetisrétti allan daginn og halda uppi stemmningu eins og þeim einum er lagið.

Hótel Flúðir
Tekið á móti gestum í nýja, glæsilega garðinum milli kl. 14:00-16:00, boðið upp á að smakka grænmetissúpu. Hróðmar Sigurðsson spilar ljúfa tónlist.
Uppskerutilboð: Gisting, þriggja rétta kvöldverður og morgunverðarhlaðborð
kr. 14.250.- per mann, miðað við 2 í herbergi

Flúðasveppir Undirheimum Flúðum
Opið hús og kynning 16.00-17:00.  Allir velkomnir.
Útlaginn. Tónleikar kl. 17:00-18:00
Kristín Magdalena Ágústsdóttir söngkona og Hörður Friðþjófsson gítarleikari.
Íslensk sönglög, gamlar íslenskar, erlendar dægurperlur o.fl.
Félagsheimilið. Tónleikar kl. 20:30
Ungir Hrunamenn stíga á svið og sýna hvað í þeim býr.
Ferðamiðstöðin: Margrét Albertsdóttir verður með til sölu ýmislegt handverk.
Sölukynnig á fatnaði og snyrtivörum frá Victoria´s Secret, fatnaði frá PINK og vörur úr Bath & bodyworks.

Sjón er söguríkari.