Matráður í Bláskógabyggð

Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf matráðs í mötuneyti Bláskógabyggðar í Aratungu í Reykholti. Um er að ræða mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla auk annarra starfsmanna og eldri borgara. Fjöldi matarskammta er um 180 í senn.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd
  • Innkaup og pantanir á mat og öðrum aðföngum
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í matreiðslu
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Þekking á næringargildi og hollustu í matargerð
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, stundvísi, sveigjanleiki og samstarfsvilji
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

 

Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en í byrjun ágúst nk. Einstaklingar eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk. Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til  Kristófers Tómassonar sviðsstjóra á netfangið kristofer@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti 806 Selfoss.