Menningarfulltrúi Suðurlands verður til viðtals í Aratungu mánudaginn 8. mars kl. 13:00-15:00

Allir sem hafa áhuga á að sækja um styrk til Menningarráðs Suðurlands eru hvattir til að koma og spjalla við hana.

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrki.
Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2010.
Engar sérstakar áherslur verða settar á þessu ári, en tekið verður mið af eftirfarandi
við afgreiðslu umsókna (sbr. 5. grein menningarsamnings fyrir árið 2010):
1. Efla samstarf á sviði menningarmála.
2. Efla nýsköpun í verkefnum tengdum menningu.
3. Atvinnutækifærum fjölgi á menningarsviðinu.
4. Styðja við menningartengda ferðaþjónustu.

Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Suðurlands til og með 12. mars á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Menningarráðs www.sunnanmenning.is .
Allar nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, í síma 480-8207, 896-7511
eða með tölvupósti menning@sudurland.is
Umsóknir skal senda, í tölvupósti á menning@sudurland.is  eða í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss