Menningarklasi uppsveitanna. Fundur á Laugarvatni 7. desember
Fréttatilkynning
Menningarklasi uppsveitanna verður að veruleika
Fundur á Laugarvatni 7. desember
Framkvæmdaráð Vaxtarsamnings Suðurlands samþykkti nýverið að veita styrk til stofnunar og starfsemi Menningarklasa uppsveita Árnessýslu næstu þrjú árin.
Menningarklasinn boðar til fundar á Laugarvatni mánudaginn 7. desember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Íþróttafræðasetri Háskóla Íslands á Laugarvatni (þar sem Hússtjórnarskólinn var áður). Þar verða lögð drög að fyrirkomulagi félagsskaparins og dagskrá fyrsta starfsársins – en stefnt er að því að fyrsta viðburðakvöld klasans verði haldið í janúar – og þau verði síðan mánaðarlega allt árið um kring út starfstímann, víðsvegar um uppsveitirnar, eða til og með ágúst 2012.
Allir áhugasamir um miðlun menningar og sögu uppsveitanna eru velkomnir á fundinn, hvort sem þeir eru þegar skráðir í menningarklasann eður ei.