Mötuneyti Aratungu

Útbreiðsla kórónaveiru COVID-19 á Íslandi hefur ýmisleg áhrif á starfsemi sveitarfélagsins. Fyrst og fremst er leitað leiða til að draga úr smiti, einkum hvað varðar viðkvæma hópa í samfélaginu, og stuðla að því að takast megi að halda starfsemi sveitarfélagsins sem mest órofinni.

Af þessum sökum verður mötuneyti Bláskógabyggðar í Aratungu ekki opið fyrir aðra en nemendur grunn- og leikskóla og starfsmenn stofnana sveitarfélagsins frá og með mánudeginum 16. mars 2020.

Lokað verður fyrir kostgangara og eldri borgara, en eldri borgurum verður boðið upp á að fá heimsendan mat.

Það er miður að grípa þurfi til þessara ráðstafana og vonandi getum við opnað fyrir gesti sem allra fyrst. Ef einhverjir vilja fá endurgreidda ónýtta matarmiða þá er sjálfsagt að verða við því, en annars munu þeir gilda þegar unnt verður að opna að nýju.

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri