Myndir frá opinberri heimsókn forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid forsetafrú.
Bláskógabyggð fagnaði 15 ára afmæli föstudaginn 9. Júní sl. Að því tilefni kom forseti Íslands og forsetafrú í opinbera heimsókn til okkar. Sveitarstjórn tók á móti forsetahjónunum við Þingvelli árdegis og fylgdi þeim á áhugaverða staði í sveitarfélaginu. Fyrst var móttaka hjá þjóðgarðsverði á Þingvöllum, síðan farið á Laugarvatn, þar sem m.a. var snæddur hádegisverður. Á Hjálmsstöðum í Laugardal var forsetahjónunum sýnt nýbyggt fjós, og síðan farið í heilsugæsluna í Laugarási. Þar var fyrir heilbrigðisráðherra, og skrifað var undir samning um heilsueflandi sveitarfélag. Þaðan var haldið í Friðheima til Knúts og Helenu og aðstaðan þar skoðuð. Að síðustu var móttaka í Aratungu með íbúum sveitarfélagsins. Þetta var einstaklega ánægjulegur dagur og allt fór eins og best var á kosið. Bláskógabyggð skartaði sínu fegursta, allir í sólskinsskapi, í sínu fínasta pússi og sól skein í heiði.