Ný Heiðarbæjarrétt

IMG_3170

IMG_3157IMG_3162IMG_3173

Ný og glæsileg Heiðarbæjarrétt var tekin í notkun sl. laugardag á sjálfan réttardaginn. Vinna við endurbyggingu réttanna hófst á síðasta ári þegar unnið var að jarðvegsskiptum en í ár var allt timburverk reist og borið í vegi og bílastæði. Réttirnar voru reistar í sjálboðavinnu og eiga allir þeir aðilar sem komu að uppbyggingu réttanna hrós skilið fyrir þeirra framlag. Fjölmenni var á staðanum og gekk vel að draga fé í dilka. Karlakór Kjalnesinga kom og söng nokkur lög við þetta tilefni. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá réttunum og vígslunni.