Ný heimasíða

Hönnun á nýrri heimasíðu fyrir Bláskógabyggð er að mestu lokið. Það er fyrirtækið daCoda ehf.sem hannar síðuna. Eins og allar heimasíður sveitarfélaga er síðunni ætlað að miðla efni til íbúa sveitarfélagsins og allra sem þurfa á þjónustu sveitarfélagsins að halda.

DaCoda CMS er viðhaldskerfi fyrir innri og ytri vefkerfi fyrirtækja og stofnana. Kerfi þetta er síðu- og veftréskerfi, myndasafn, skráarsafn, fréttakerfi, sniðmátskerfi, notendastýringar, og
saga. Að auki er hægt að fá margar viðbætur við kerfið þar sem hver og einn velur það sem honum hentar.
Kerfið kom á markaðinn árið 2001 og hefur frá því verið í stöðugri þróun til dagsins í dag. Kerfið er sérstaklega hannað með það að leiðarljósi að nýir notendur eigi auðvelt með að tileinka sér vinnubrögð í kerfinu.
Kerfið er ætlað að halda utan um allt efni sem miðla á til viðskiptavina. Einnig er hægt að bæta við dagatali, skoðanakönnun og mörgu öðru allt eftir þörfum.