Ný og spennandi störf hjá sveitarfélaginu

Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja á Laugarvatni.

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir laust til umsóknar 100% framtíðarstarf forstöðumanns Íþróttamannvirkja á Laugarvatni.

 

Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri íþróttamannvirkja.
  • Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar
  • Ráðningum afleysingafólks.

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
  • Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni
  • Hafi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og reynslu af því að umgangast börn og unglinga.
  • Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd
  • Hafi hreint sakavottorð

 

 

Starfsmaður íþróttamannvirkja á Laugarvatni

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir laust til umsóknar 100% framtíðarstarf Íþróttamannvirkja á Laugarvatni.

Verkefni starfsmanns felast m.a. í:

  • Gæsla við sundlaug, baðvörslu og eftirliti með íþróttahúsi og þreksal.
  • Afgreiðsla – þjónusta við gesti
  • Almenn þrif

 

Hæfniskröfur:

  • Hafi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og reynslu af því að umgangast börn og unglinga.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð

 

 

 

Starfsmaður í hlutastarf/vaktavinnu íþróttamannvirkja á Laugarvatni.

Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir laust til umsóknar hlutastarf/vaktavinnu Íþróttamannvirkja á Laugarvatni.

Verkefni starfsmanns felast m.a. í:

  • Gæsla við sundlaug, baðvörslu og eftirliti með íþróttahúsi og þreksal.
  • Afgreiðsla – þjónusta við gesti
  • þrif

Hæfniskröfur:

  • Hafi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og reynslu af því að umgangast börn og unglinga.
  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið námskeiði í skyndihjálp og standast  sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð

 

Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags

Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2017 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti 801 Selfoss.