Ný sumarstörf fyrir námsmenn

Bláskógabyggð hefur fengið úthlutað sumarstörfum fyrir námsmenn í tengslum við átaksverkefni Velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Stuðningur Vinnumálastofnunar miðast við ráðningu í tvo mánuði.

Störfin eru opin öllum þeim sem eru á milli anna eða skólastiga og eru 18 ára á árinu og eldri, óháð kyni.

Bláskógabyggð auglýsir því eftir starfsmönnum í eftirfarandi störf:

 

Skrifstofustarf – 1 starfsmaður, 100% starf

Starfið felur í sér vinnu á skrifstofu sveitarfélagsins við skjalavörslu, skráningu eldri gagna og frágang til Héraðsskjalasafns.

Hæfniskröfur:

Góð almenn tölvukunnátta.

Sjálfstæði og frumkvæði.

Reynsla af skrifstofustörfum er kostur.

 

Störf að umhverfismálum – 2 starfsmenn, bæði störfin 100% störf

Störfin fela í sér vinnu að umhverfismálum, svo sem fegrun og snyrtingu umhverfis, þar á meðal opinna svæða, stofnanalóða og létt viðhald mannvirkja. Unnið er víðsvegar um sveitarfélagið.

Hæfniskröfur:

Sjálfstæði og frumkvæði.

Vandvirkni og samviskusemi.

 

Umsóknir skal senda á netfangið blaskogabyggd@blaskogabyggd.is. Umsóknarfrestur er til 24. maí 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FOSS.