Nýkjörin sveitarstjórn Bláskógabyggðar

Nýkjörin sveitarstjórn Bláskógabyggðar kom saman til fyrsta fundar, 1. júní. Á fundinum var skipað í embætti innan sveitarstjórnar og verður Helgi Kjartansson oddviti sveitarstjórnar og Stefanía Hákonardóttir varaoddviti. Samþykkt var að ráða Ástu Stefánsdóttur til áframhaldandi starfa sem sveitarstjóri. Reglulegir fundir sveitarstjórnar verða fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði kl. 9:00 og verða fundir haldnir í Aratungu.