Nýr útsýnispallur á Þingvöllum

Hinn 1. júlí s.l. var opnað fyrir aðgengi að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Af útsýnispallinum blasir við nýtt sjónarhorn yfir sigdældina frá austri til vesturs. Landslag ehf hannaði mannvirkið en smíðin og framkvæmdin var í höndum Andra Þórs Gestssonar húsasmíðameistara og Kolbeins Sveinbjörnssonar verktaka á Heiðarási. Kostnaður við framkvæmdina nam um 19 m.kr og er verkefnið á verkefnaáætlun um landsáætlun um uppbyggingu innviða. Við athöfnina var söngatriði en það voru verktakarnir og þeir sem unnið höfðu hörðum höndum að byggingu útsýnispallsins sem stigu á stokk og tóku nokkur lög.