Opnir umræðufundir um mótun umhverfis- og auðlindastefnu Suðurlands

Kæri viðtakandi

Þér er hér með boðið að taka þátt í fyrsta áfanga í mótun umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland. Haldnir verða sjö opnir samráðsfundir á Suðurlandi. Viðfangsefni fundanna er að greina helstu tækifæri og álitamál á sviði umhverfis- og auðlindamála, auk þess verða kynnt áhugaverð fordæmi í þessum efnum. 

Verkefnið er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og byggir það á samþykkt frá ársfundi SASS 2017. 

Það er mikilvægt fyrir svona umfangsmikið verkefni að fá sem flesta að borðinu og heyra sjónarmið ólíkra hópa. Góð umhverfis- og auðlindastefna landshlutans getur verið öflugt stjórntæki til framtíðar.

Með fundi þessum viljum við hvetja sem flesta til þátttöku. Hægt er að skrá sig á þann fund sem hentar hverjum og einum best.

Skráning á fundina fer fram á heimasíðu verkefnisins og þar má finna ítarlegri upplýsingar.

http://sass.is/umhverfisogaudlindastefna 

Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

Höfn í Hornafirði 29. ágúst, kl. 16:00 – 18:00. Nýheimar – kaffiveitingar.

Hveragerði 4. september, kl. 12:00 – 14:00. Hótel Örk – súpufundur.

Vík  5. september, kl. 11:00 – 13:00. Hótel Vík – súpufundur.

Flúðum 5. september, kl. 16:00 – 18:00. Hótel Flúðir – kaffiveitingar.

Hvolsvelli  11. september, kl. 16:00 -18:00. Félagsheimilinu Hvoli – kaffiveitingar.

Vestmannaeyjum 12. september, kl. 11:30 – 13:30. Þekkingarsetri Vestmannaeyja – súpufundur.

Kirkjubæjarklaustri 12. september, kl. 20:00 – 22:00. Félagsheimilið Kirkjuhvoll – kaffiveitingar.

Smellið á myndina hér fyrir neðan til að nálgast nánari upplýsingar