Opnun á félagsaðstöðu í Bergholti

Þriðjudaginn 26. mars nk. verður viðbót við félagsaðstöðu eldri borgara í Bergholti í Reykholti opnuð með formlegum hætti. Í tilefni af því verður opið hús í Bergholti frá kl. 14:00 til kl. 16:00.

Eins og áður hefur komið fram gaf Haraldur Kristjánsson í Einiholti, sveitarfélaginu rausnarlega gjöf til aðstöðusköpunar til handa eldri borgurum í Bergholtinu.

Allir eldri borgarar eru hvattir til að koma og skoða aðstöðuna.

Boðið verður uppá kaffiveitingar.

 

Bláskógabyggð