Opnun á myndlistarsýningu á veitingarstaðnum Mika í Reykholti, laugardaginn 7. nóvember 2015, kl 15.00

Verið hjartanlega velkomin á opnun myndlistarsýningar minnar á veitingastaðnum MIKA í Reykholti, 7. nóvember kl. 15. Ég mun sýna verk unnin á þessu ári, auk nokkurra eldri verka. Verk mín þykja einlæg og í rómantískari kantinum.  Að kvöldi sama dags kl. 21 mun eiginmaður minn, Karl Hallgrímsson tónlistarmaður, halda létta tónleika með nokkrum af mínum uppáhaldslögum.

Þetta er gjöf okkar til samfélagsins. Sjáumst. Ást og friður, Gréta Gísladóttir.