Opnun sundlaugar og íþróttahúss í Reykholti

Nú er endurbótum í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti að ljúka eftir gagngerar endurbætur á búningsklefum, sturtuklefum og afgreiðslu. Íþróttamiðstöðin verður opnuð almenningi til sýnis föstudaginn 17. nóvember 2017 frá kl 15:00 -17:00. Kaffiveitingar verða í boði.

 

Íbúar eru hvattir til að koma og skoða aðstöðuna sem hefur tekið miklum breytingum.

 

Íþróttamiðstöðin opnar aftur samkvæmt opnunartíma laugardaginn 18. nóvember kl. 10:00.