Óprúttnir aðilar stela olíu í Bláskógabyggð

Það er misjafn sauður í mörgu fé, því er nú ver og miður. Að undanförnu hefur borið á því að einhverjar mannverur sem eru ekki vel haldnar af heiðarleika hafa stolið olíu af ökutækjum og vinnuvélum.

Þeir sem þetta lesa eru hvattir til að vera á verði hvað þetta varðar.