Óskað er eftir tilboðum í rekstur fjallaskála

Bláskógabyggð auglýsir eftir tilboðum í rekstur fjallaskála á Kili. Nánar tiltekið er um að ræða hálendismiðstöðina Árbúðir og fjallaselið Gíslaskála í Svartárbotnum, ásamt tilheyrandi mannvirkjum, og nánar tilgreindum hesthúsum og hestagerðum á svæðinu.

Óskað er eftir tilboði í rekstur fjallaskálanna til fimm ára frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2027. Nýta skal hina leigðu aðstöðu til reksturs ferðaþjónustu.

Þeir sem hafa áhuga á að fá verðfyrirspurnargögn sendi beiðni þess efnis á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is.

Tilboðum skal skilað á skrifstofu Bláskógabyggðar eigi síðar en miðvikudaginn 7. desember n.k. kl. 11:00 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim sem þess óska.