Plokkdagurinn 25. apríl

BLÁSKÓGABYGGÐ HVETUR TIL ÞÁTTTÖKU Í STÓRA PLOKKDEGINUM LAUGARDAGINN 25. APRÍL – Á DEGI UMHVERFISINS

Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna. Að plokka fegrar umhverfið en það er víða sem náttúran er illa sett af plasti og rusli ýmiskonar eftir stormasaman vetur.

PLOKKUM Í SAMKOMUBANNI
– Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
– Klæðum okkur eftir veðri
– Notum hanska, plokk tangir og ruslapoka
– Hver á sínum hraða og tíma
– Frábært fyrir umhverfið
– Öðrum góð fyrirmynd

 

 

Kveðja,

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri