
Ágætu íbúar í Bláskógabyggð
Hér verður haldið utan um á einum stað allar tilkynningar frá sveitarfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19. Upplýsingar frá almannavarnadeild RLS og Landlækni má finna á www.covid.is.
Munum að um tímabundið ástand er að ræða, hugum að smitvörnum og gætum hvert að öðru. Saman munum við komast í gegnum þetta.
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri
Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar sem birtar hafa verið á síðunni og uppfærðar reglulega, um áhrif Covid-19 á starfsemi og þjónustu Bláskógabyggðar.