Ráðning skólastjóra við Bláskógaskóla Laugarvatni

Íris Anna Steinarrsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Bláskógaskóla Laugarvatni í stað Elfu Birkisdóttur sem heldur á vit nýrra ævintýra. Íris Anna hefur starfað sem kennari og sem aðstoðarskólastjóri um árabil. Hún lauk námi frá Kennaraháskóla Íslands með BS próf í íþróttafræðum og B.Ed. í grunnskólafræðum og hefur lokið framhaldsnámi í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana, auk þess sem hún hefur sótt fjölmörg starfstengd námskeið og lagt stund á sálfræðinám. Írisi Anna er boðin velkomin til starfa á Laugarvatni um leið og Elfu eru þökkuð góð störf í þágu skólasamfélagsins.