Ráðstefna um lífrænan úrgang 20. mars 2015 haldið Gunnarsholti á Rangárvöllum kl. 10-17
„Sóum minna – nýtum meira“
Ráðstefna um lífrænan úrgang
Gunnarsholti á Rangárvöllum
20. mars 2015 kl. 10-17
Fjallað verður á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu. Í hádegishléi verður í boði léttur málsverður.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er nýting þeirra verðmæta sem felast í lífrænum úrgangi. Fjallað verður um hugtökin úrgang og hráefni og farið yfir stöðuna hérlendis, hvaða farvegir eru fyrir lífrænan úrgang og um lausnir sem notaðar eru á ýmsum stöðum á landinu. Rætt verður um lög og reglugerðir í nútíð og framtíð, þróun vinnslutækni og nýtingar, stefnumótun hjá ríki og sveitarfélögum og hver skuli draga vagninn í þessum efnum. Sömuleiðis verða sagðar reynslusögur af ræktun með hjálp lífræns úrgangs, lífrænni ræktun í Skaftholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, notkun kjötmjöls í Hekluskógum og landgræðslu með kjötmjöli og gor.
Fyrirlesarar eru úr ýmsum áttum. Nefna má Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing hjá Environice, sem svarar spurningunni um hvers vegna sveitarfélag ætti að velta lífrænum úrgangi fyrir sér, Björn Hafsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir frá nýrri gas- og jarðgerðarstöð á höfuðborgarsvæðinu, Teitur Guðmundsson hjá Mannviti fjallar um umhverfisáhrif nýtingar, Elsa Ingjaldsdóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Guðrún Lind Rúnarsdóttir hjá Mast fjalla um hvað má og má ekki. Einnig ávarpar Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ráðstefnuna. Sjá nánar í dagskrá ráðstefnunnar.
Aðstandendur ráðstefnunnar eru Sorpurðun Vesturlands, Molta ehf. Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ásamt Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, verður ráðstefnustjóri.
Rútuferð verður í boði frá BSÍ ef nógu margir sækjast eftir því. Takið fram í tölvupósti til Eddu ef þið hafið áhuga á að nýta rútuferð. Látið verður vita 19. mars hvort af rútuferðinni verður. Rétt er að hvetja sem flesta til að nýta sér rútuna til að draga úr mengun Farið kostar 3.500 kr.
Skráning fer fram í tölvupósti til Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn@land.is. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig sem fyrst og í allra síðasta lagi 17. mars. Þetta gildir bæði um skráningu á ráðstefnuna og í rútuna.
Undirbúningsnefndina skipa:
Eiður Guðmundsson formaður
Hrefna B. Jónsdóttir – Sorpurðun Vesturlands
Lúðvík Gústafsson – Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Magnús H. Jóhannsson – Landgræðslu ríkisins
Ólöf Jósefsdóttir – Moltu ehf.
Pétur Halldórsson – Skógrækt ríkisins
Þórarinn Egill Sveinsson – SASS, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga
Dagskrá
9.30 Skráning gesta, morgunkaffi og horft til himins. Allt að 98% deildarmyrkvi á sólu í Gunnarsholti kl. 9.37
10.00 Gestir boðnir velkomnir – Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri
10.05 Setning ráðstefnunnar – fulltrúi vinnuhóps
10.15 Úrgangur eða hráefni, úrgangur í dag, neysluvara á morgun – Lúðvík E. Gústafsson Sambandi íslenskra sveitarfélaga
10.45 Nýting lífræns úrgangs. Staðan um þessar mundir
a. Farvegir og straumar – Eiður Guðmundsson
b. Lausnir á Suðurlandi, Orkugerðin – Guðmundur Tryggvi Ólafsson
11.30 Af hverju ætti sveitarfélag að velta lífrænum úrgangi fyrir sér? – Stefán Gíslason Environice
12.00 Hádegismatur
13.00 Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra
13.20 Lög og reglugerðir á mannamáli. Hvað má og hvað má ekki? – Elsa Ingjaldsdóttir Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Guðrún Lind Rúnarsdóttir MAST
13.40 Ný gas- og jarðgerðarstöð á höfuðborgarsvæðinu – Björn Hafsteinn Halldórsson Sorpu
14.00 Vinnslutækni, nýting og umhverfisáhrif. – Teitur Gunnarson Mannviti
14.20 Stefnumótun hjá ríki og sveitarfélögum. Hver á að draga vagninn? – Laufey Guðmundsdóttir, lögfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Lúðvík E. Gústafsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
14.50 Reynslusögur
a. Lífræn ræktun í Skaftholti
b. Hekluskógaverkefnið
c. Landgræðsla með kjötmjöli og gor
15.20 Kaffi
15.40 „Er ekki tími til kominn að tengja?“ Verkefni og hugmyndir í gangi
a. Verkefni UST. Öflun upplýsinga um lífrænan úrgang. Styrkt af norrænu ráðherranefndinni – Guðrún Lilja Kristinsdóttir Umhverfisstofnun
b. Verkefni Landgræðslunnar í nýtingu lífræns úrgangs – Magnús H. Jóhannsson Landgræðslunni
c. Hagkvæmni metanframleiðslu – Dofri Hermannsson Íslenska gámafélaginu
16.30 Pallborðsumræður – Guðrún Lind Rúnarsdóttir, Lúðvík E. Gústafsson, Stefán Gíslason og Teitur Gunnarsson
16.50 Ráðstefnuslit, samantekt