Réttaball í Aratungu

Tungnaréttir – Réttaball í Aratungu.

Laugardaginn 15. september halda Tungnamenn uppá það, að aftur er réttað fé í Tungnaréttum, í fyrsta sinn í 2 ár, eftir riðuniðurskurðinn.  Réttirnar hefjast kl 9 um morguninn og um kvöldið verður réttaball í Aratungu í umsjá Skálholtskórsins, eins og verið hefur síðustu ár.  Hljómsveitin “Leynibandið”, með félögum úr Skálholtskórnum og fleirum, mun halda uppi stanslausu dansstuði fram á nótt.