Röskun á starfsemi

Talsverð röskun verður á starfsemi stofnana Bláskógabyggðar í dag, 19. desember, vegna veðurs, færðar og veikinda.
Skólahaldi hefur þegar verið aflýst, nema í leikskóladeild Bláskógaskóla Laugarvatni.
Mötuneyti í Aratungu verður lokað og ekki verður heimsending á mat.
Gámasvæðin í Reykholti og á Laugarvatni verða lokuð.
Íþróttamiðstöðin í Reykholti verður lokuð.
Sundlaugin á Laugarvatni verður lokuð, en opið í ræktina
Unnið er að snjómokstri eftir því sem aðstæður leyfa.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð, en unnt að ná í Kristófer í síma 860 4440 og í Ástu í síma 891 8991.