Safnahelgi á Suðurlandi 6 – 8. nóvember 2009

Safnahelgi á Suðurlandi verður haldin í annað sinn helgina 6. – 8. nóvember.
Fjölbreytt menningardagskrá  og uppákomur um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum.

Söfn, sýningar, fyrirlestrar, bíó, markaðir, tónlist, söngur,  bækur, myndlist,  ljósmyndir, hagyrðingar, söguslóðir, handverk, útskurður, vefnaður,  ást og erótík, gönguferðir og opin hús svo fátt eitt sé nefnt. Veitingahúsin bera fram rammíslenskan mat úr heimabyggð og ýmis tilboð hjá ferðaþjónustuaðilum.

Dagskráin er það fjölbreytt að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi jafnt ungir sem aldnir.
Dagskrána í heild má finna í viðhenginu og á www.sofnasudurlandi.is

Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá safnahelgarinnar með því að smella á linkinn auglýsing á dagskrá.

Auglýsing á dagskrá