Safnahelgi Suðurlands í Uppsveitum Árnessýslu

Skálholt
Skálholtskirkja og safnið í kjallaranum eru opin alla daga frá kl. 9:00.
Aðgangur ókeypis um safnahelgi
Nýja gestastofan opin alla helgina frá kl. 10:00.
Aðgangur ókeypis um safnahelgi.

Sunnudagur 7. nóvember
Kl. 11:00 Messa í Skálholtskirkju
Kl. 14:00 Söguganga á Skálholtsstað undir leiðsögn heimamanna
Kl. 15:00 Kaffihlaðborð í Skálholtsskóla
Kl. 20:00 Tónleikar í Skálholtskirkju. Skálholtskórinn undir stjórn Jóns  Bjarnasonar, ásamt Kammerkór Akraness, undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar, flytja tónlist í minningu Jóns Arasonar

Upplit menningarklasi Uppsveita Árnessýslu
og Samansafnið á Sólheimum í Hrunamannahreppi
Samansafnið á Sólheimum verður opið laugardag og sunnudag kl. 13:00-17:00.
Á safninu eru hlutir á öllum aldri tengdir búskap og húshaldi, bílar, bílabækur og
margt fleira að sjá.  Kl. 14:00 á laugardeginum flytur Esther Guðjónsdóttir bóndi erindi um sæluhús á afrétti Hrunamanna, sem fjallar um sögu og uppbyggingu húsanna í máli og myndum og heimasætan Erla Jóhannsdóttir kveður rímur.

Minjasafnið að Gröf á Flúðum
opið laugardag kl 13:00-16:00,
Guðjón Emilsson tekur á móti gestum og leiðbeinir um safnið.

Kaffi Klettur Reykholti
Þjóðlegir réttir á matseðli alla helgina s.s. hangikjet m/uppstúf, kjötsúpa, svið m/ rófustöppu,  pönnukökur,randalínum, kleinur o.fl.
Á sunnudeginum er „sunnudagskaffi á Kletti“ þjóðlegt kaffihlaðborð,
kl. 15:00 dagskrá um Stefán Jónsson í tali og tónum, flutt af börnum og fullorðnum (Guttavísur, Hann Ari er lítill).  Frítt inn, en kaffihlaðborð kostar kr. 1350.-

Bjarkarhóll Reykholti
Föstudagur 5. nóvember kl 17.00
Opnuð málverkasýning, Sigurlína Kristinsdóttir sýnir olíumálverk.
Laugardagur 6. nóvember
Kl 10:00  opna  átta handverkskonur markað með mikið úrval af handunnum vörum.
Bændamarkaður með grænmeti , reyktan lax , pylsur  ofl.
Áheitaprjón.  9. og 10. bekkur í Grunnskóla Bláskógabyggðar prjóna vettlinga til styrktar mæðrastyrksnefnd.   Og selja kaffi og vöfflur allan daginn til fjáröflunar í ferðasjóð.
Sértilboð í garnbúðinni. Sultukeppni kl. 14:00,  hinar víðfrægu sultur Tungnamanna og kvenna, keppt verður um bestu og nýstárlegustu sulturnar.  Vegleg verðlaun í boði.
Sunnudagur 7. nóvember
Áframhaldandi handverks og bændamarkaður.  Sértilboð í garnbúðinni.
9 og 10 bekkur í Grunnskóla Bláskógabyggðar verður áfram með áheitaprjón og veitingar.
Búist er við 5000 gestinum í húsið um þessa helgi og fær hann frítt það sem hann kaupir auk verðlauna.

Geysisstofa
Margmiðlunarsafnið Geysisstofa verður opin  og frítt inn í á safnahelgi

Laugarvatn / Veitingahúsið Lindin
Ljósmyndasýningin „Gamli Húsó“
Fjölbreyttar veitingar, meðal annars réttir eftir gömlum uppskriftum
t.d „Konungsætt“ og „Svertingi á hvítri skyrtu“

Föstudagur 5. nóvember opið kl. 17:00-21:30
Laugardagur og sunnudagur opið kl. 12:00 -21:30