Safnarasýning Upplits 2014

Safnahelgi á Suðurlandi er árviss viðburður fyrstu helgina í nóvember.
Upplit menningarklasi Uppsveita Árnessýslu hefur tekið þátt í þessum viðburði undanfarin ár og efnir nú til safnarasýningar í fjórða sinn.  Að þessu sinni verður safnarasýningin haldin í Héraðsskólanum á Laugarvatni laugardaginn 1. nóvember kl. 13:00-17:00.

Á sýninguna koma saman safnarar með einkasöfn sín sem geta verið af ýmsum toga.
Nú er tækifærið til að dusta rykið af einkasöfnum og sýna þau öðrum. Þá er átt við stór og smá söfn sem leynast víða á heimilum; frímerki, spil, merki, uglur, kindur, húfur, penna, límmiða, glansmyndir, servíettur, eldspýtustokka, póstkort, skó eða hvaðeina sem sumir hafa gaman af að safna og aðrir hafa gaman af að skoða.  Þetta er kærkomið tækifæri fyrir safnara að hitta aðra safnara og einnig er áhugavert að skoða skólann sjálfan sem er einstök bygging. Við hvetjum alla safnara og ekki síst safnara í Laugardalnum til að kynna fyrir samferðafólki sínu hvaða gersemar hafa heillað þá og hvers vegna.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í sýningunni eru hvattir til hafa samband við
Skúla Sæland 663 9010 / skulisael@gmail.com  eða ferðamálafulltrúa asborg@ismennt.is