Sálfræðingur óskast til starfa
Staða sálfræðings hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar. Starfið er hvort tveggja á sviði skólaþjónustu og félagsþjónustu. Aðsetur þjónustunnar er í Hveragerði.
Starfssvið sálfræðings
- Ráðgjöf til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.
- Forvarnarstarf með áherslu á sjálfbærni skólanna við lausn mála sem upp koma.
- Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf og eftirfylgd mála.
- Fræðsla og námskeið fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk skóla.
- Ráðgjöf og meðferð fyrir fjölskyldur og börn sem njóta þjónustu barnaverndar.
Sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, félagsráðgjafa, starfsfólk skóla, starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra sérfræðinga. Sérfræðingar skóla- og velferðarþjónustu starfa í kraftmiklu starfsumhverfi þar sem fagmennska, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir skipulagshæfileikar
- Færni í samskiptum
- Hæfni í þverfaglegu samstarfi
Umsóknarfrestur er til 30. maí 2015
Umsóknir sendist til Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði eða á netfangið maria@hveragerdi.is. Með umsóknum skal fylgja greinargóð ferilskrá um fyrri störf umsækjanda og menntun. Einnig fylgi stutt greinargerð um faglega sýn viðkomandi í starfi sálfræðings. Í samræmi við jafnréttisstefnu sveitarfélaganna eru bæði karlar og konur hvött til að sækja um störfin. Nánari upplýsingar veita: María Kristjánsdóttir forstöðumaður Skóla- og velferðarþjónustuÁrnesþings netfang maria@hveragerdi.is og Hrafnhildur Karlsdóttir teymisstjóri og kennsluráðgjafi, netfang hrafnhildur@arnesthing.is
Samstarf er á milli sjö sveitarfélaga í Árnessýslu á sviði skóla- og velferðarþjónustu. Einn forstöðumaður er yfir svæðinu og er sameiginleg skólaþjónustu- og velferðarnefnd sem markar þjónustunni stefnu í samvinnu við þá sem málið varðar. Lögð er áhersla á heildarsýn í málefnum einstaklinga og fjölskyldna. Skóla- og velferðarþjónustan skiptist í kennsluráðgjöf, sálfræðiþjónustu, félagslega ráðgjöf barnavernd, málefni eldri borgara og málefni fatlaðs fólks.