Sameiginlegir framboðsfundir
Sameiginlegir framboðsfundir N – lista, T – lista og Þ – lista verða tveir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 26. maí. nk.
Fyrri fundurinn verður þriðjudaginn 22.maí kl. 20:00 í matsal Menntaskólans að Laugarvatni.
Seinni fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 24. maí kl. 20:00 í Aratungu.
Framboðin vonast eftir góðum og málefnalegum fundum og hvetja íbúa sveitarfélagsins til að koma, hlýða á frambjóðendur og kynna sér stefnu listanna.
Frambjóðendur N – lista, T – lista og Þ – lista.