Samningar við félög eldri borgara

Bláskógabyggð hefur gert samninga við Félag eldri borgara í Biskupstungum og 60 plús á Laugarvatni um umsjón félaganna með fundum félagsmanna og félagsstarfi. Bláskógabyggð leggur til húsnæði til félagsstarfsins eða greiðir húsnæðiskostnað, og greiðir hvoru félagi um sig fast framlag á hverju ári til félagsstarfs. Vegna covid-faraldursins hafa félögin fundað stopult síðustu misserin, en nú er félagsstarfið komið í blóma og gafst þá tækifæri til að undirrita samningana. Á meðfylgjandi myndum eru oddviti sveitarfélagsins, Helgi Kjartansson, og formenn og gjaldkerar félaganna, þau Halldór Benjamínsson og Fanney Gestsdóttir frá 60 plús á Laugarvatni og Geirþrúður Sighvatsdóttir og Elín Siggeirsdóttir frá Félagi eldri borgara í Biskupstungum.