Samningur um leigu Íþróttamiðstöðvar

Gengið hefur verið frá samningi milli Bláskógabyggðar og Ungmennafélags Íslands um leigu UMFÍ á Íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Samningurinn er gerður til 10 ára og mun UMFÍ reka ungmenna- og tómstundabúðir í húsnæðinu. Jafnframt var samið við UMFÍ um afnot af íþróttamannvirkjum Bláskógabyggðar á Laugarvatni fyrir starfsemina. Í ungmenna- og tómstundabúðum dvelja um 70-80 9. bekkingar vikulangt, allt skólaárið. Tækifæri er til að nýta húsakynnin fyrir æfingabúðir íþróttafélaga utan skólatíma. Af hálfu Bláskógabyggðar er unnið að standsetningu hússins og er áætlað að UMFÍ taki við húsnæðinu fyrri hluta næsta sumars. Á myndinni eru Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, og Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, við undirritun samningsins.