Samstarfsaðila óskað

Auglýst eftir samstarfsaðila til reksturs hundabyrgis.

Bláskógabyggð óskar eftir samstarfsaðila til reksturs hundabyrgis. Um er að ræða aðstöðu fyrir og umsýslu með hundum sem handsamaðir eru í Bláskógabyggð í samræmi við samþykkt um bann við hundahaldi í Bláskógabyggð.  Nánari upplýsingar veitir þjónustumiðstöð Bláskógabyggðar í síma 860-4440.