Samúðarkveðja til íbúa Húnabyggðar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendir íbúum Húnabyggðar innilegar samúðarkveðjur í kjölfar þeirra vofveiflegu atburða sem áttu sér stað í sveitarfélaginu síðastliðinn sunnudag.
Hugur okkar er hjá íbúum, nágrönnum okkar í norðri, og hugsum við til allra þeirra sem eiga um sárt að binda með hluttekningu og hlýhug.