Skálholtsfélagið kynnir
Skálholt – hvað ætlar þú að verða?
Málþing um stöðu og framtíð Skálholts – í Skálholti laugardaginn 19. október.
Hefst stundvíslega kl. 13:00 og stendur til rúmlega 16:00
Enginn aðgangseyrir – en gestum gefst kostur á að kaupa málsverð fyrir þingið og kaffi kl. 14:15-14:45
Allir hjartanlega velkomnir
Dagskrá – fyrri hluti. Setning og framsöguerindi:
13:00 Setning – Jón Sigurðsson formaður Skálholtsfélagsins, sem jafnframt stýrir fyrri hluta.
13:10 Framtíðarsýn minjavörslu í Skálholti – Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður og Pétur H.
Ármannsson, arkitekt. Bæði frá Minjastofnun Íslands.
13:30 Uppbygging sjálfbærrar menningarferðaþjónustu – Edward H. Huijbens, forstöðumaður
Rannsóknamiðstöðvar ferðmála og prófessor við Háskólann á Akureyri.
13:50 Skipulag Skálholtsjarðarinnar – Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu
kynnir matslýsingu deiliskipulags fyrir Skálholtsjörðina og Kristján Valur Ingólfsson
vígslubiskup fjallar um framtíðarsýn í Skálholti.
14:15 – 14:45 kaffihlé
Dagskrá – síðari hluti. Pallborð og almennar umræður. Sr. Bernharður Guðmundsson stýrir.
14:45 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu, Margrét Jónsdóttir kirkjuþingfulltrúi leikmanna Suðurprófastsdæmis og Þorfinnur Þórarinsson bóndi á Spóastöðum og fulltrúi í Skálholtssókn bregðast stuttlega við framsöguerindum.
15:05 – 16:00 almennar umræður um framtíðarsýn í Skálholti. Gestir eru hvattir til að taka virkan þátt!
Lokaorð – Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir.