Skálholtshátíð 19. – 22. júlí 2012

Miðaldadagur fjölskyldunnar á Skálholtshátíð 2012.

Fræðslu- og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna laugardaginn 21. júlí.
Boðið verður upp á stuttar göngur undir leiðsögn kunnáttufólks, m.a. skólagöngu, stofugöngu, urtagöngu og fuglagöngu. Farið verður í leiki sem voru vel þekktir s.s. Köttur og mús, að stökkva yfir sauðarlegg og boðhlaup.
Möguleiki er á að þekktar persónur miðalda skjóti upp kollinum og verður hægt að slást í för með þeim um hin fornu hlöð í Skálholti, íklædd skikkjum eða höfuðbúnaði þess tíma.
Markaðstorg með lífrænum afurðum og fjölbreyttu úrvali af vörum úr nágrenni Skálholts, verður alla helgina og einnig verður hægt að kaupa veitingar við vægu verði, s.s. hressingu skólasveina, kaffihlaðborð biskupsfrúarinnar og miðaldamjöð.

Sönghópurinn Voces Thules syngur Þorlákstíðir og saltarasöngva frá 17. öld í Skálholtskirkju og messað verður við Þorlákssæti kl. 12 að hádegi á hinni eiginlegu Þorláksmessu að sumri, föstudaginn 20. júlí. Á sunnudag 22. júlí verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 í Skálholtskirkju, messukaffi og dagskrá kl. 16.15

Dagskrá:

Fimmtudagur 19. júlí  Aðfangadagur Þorláksmessu á sumar
Kl. 19.30  Þorlákstíðir  Vesper 1  Voces Thules
Kl. 20.00   Tónleikar Voces Thules í Skálholtskirkju

Föstudagur 20.júlí  Þorláksmessa á sumar
Kl.  9   Morguntíð  – Laudes
Kl. 12  Hádegismessa við Þorlákssæti
Gengið skrúðgöngu frá Skálholtskirkju að Þorlákssæti kl. 11.50
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup,  messar.

Kl. 18 Þorlákstíðir – Vesper II – In Missa

Laugardagur 21. júlí Aðfangadagur  Skálholtshátíðar
Miðaldadagur fjölskyldunnar

Kl. 9   Morguntíð – Laudes  í Skálholtskirkju
Forsöngvari sr. Egill Hallgrímsson
Kl. 9  Ferðabæn og fararblessun pílagríma í Þingvallakirkju
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup

Kl. 11 Myndlistarsýning Hönnu Pálsdóttur opnuð í Skálholtsskóla.

Kl. 12  Skálholtshátíð sett á tröppum Skálholtskirkju
Miðaldadagur fjölskyldunnar á Skálholtshátíð 2012.
Fræðslu- og skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.

1.Boðið verður upp á stuttar göngur undir leiðsögn kunnáttufólks.
Göngurnar eru um 30-45 mín. að lengd.
Að lokinni göngu er hægt að kaupa léttar veitingar í miðaldastíl, við vægu verði.
m.a. hressingardrykk og viðbit skólasveina, hveitikökur og nýmjólk, miðaldamjöð og lummukaffi.

1. Skólaganga. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup og Halldór Reynisson  formaður skólaráðs Skálholtsskóla. Kl 12.45 og kl. 15.45
2. Stofuganga. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur,
Gengið um biskupssetrið forna. kl. 13.00, 14.00, 16.00
3. Fuglaganga. Tómas Grétar Gunnarsson, sérfræðingur í fuglafræðum.
Gott er að hafa með sér kíki og fuglabók. kl. 13.30 og 15.00

4. Urtaganga. Ingólfur Guðnason, garðyrkjubóndi á Engi kl. 14.00

5. Köttur og mús. Fornir leikir fyrir börn á öllum aldri.
Kl. 13.15 og síðan eins oft og leikgleðin leyfir.
Umsjón Margrét Bóasdóttir.
Farið verður í leiki sem áður voru vel þekktir, eins og Köttur og mús, Að stökkva  yfir sauðarlegg, Boðhlaup o.fl. Einnig verður hægt að leika að leggjum og skel.

6. Miðalda leitað með múrskeið.
Fornleifauppgröftur fyrir börn. Umsjón Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur

7. Markaðstorg með lífrænum afurðum og fjölbreyttu úrvali af vörum úr nágrenni  Skálholts verður alla helgina og einnig verður hægt að kaupa veitingar s.s. máltíð  skólasveina, kaffihlaðborð biskupsfrúarinnar og miðaldamjöð.
Möguleiki er á að þekktar persónur miðalda íklæddar skikkjum eða höfuðbúnaði þess tíma skjóti upp kollinum og verður hægt að slást í för með þeim um hin fornu hlöð í Skálholti.

Kl. 15 Tónleikar Voces Thules í Skálholtskirkju
Kl. 18  Aftansöngur – Vesper með söngvum úr Þorlákstíðum
Kl.  21. Næturbænir  með pílagrímum við Skálholtsbúðir

Sunnudagur 22. júlí  Skálholtshátíð

Kl. 9  Morguntíð – Laudes
Kl. 11. Barnaguðsþjónusta í Skálholtskirkju. Umsjón sr. Sigurvin Jónsson og NN

Kl. 14. Hátíðarmessa á Skálholtshátíð
Kl. 13.50 Tekið á móti pílagrímum á kirkjuhlaði.
Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, predikar og þjónar fyrir altari
ásamt séra Agli Hallgrímssyni. Skálholtskórinn syngur. Margrét Bóasdóttir  syngur einsöng. Kórstjóri og organisti Jón Bjarnason. Meðhjálpari Guttormur  Bjarnason.
Kl. 15  Kirkjukaffi í Skálholtsskóla
Kl. 16  Samkoma í Skálholtskirkju
Biskup Íslands, séra Agnes Sigurðardóttir  flytur ávarp.
Orgelleikur Jón Bjarnason. Einsöngur Margrét Bóasdóttir
Almennur söngur

Kl. 18. Vesper – Skálholtshátíð slitið