Skipulag í uppsv.Árnessýslu

AUGLÝSING

UM  SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU

Bláskógabyggð,Grímsnes-og Grafningshreppi,Hrunnamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi

 

 

Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

 

1                     Skálholt í Bláskógabyggð. Borgarhólar, frístundabyggð.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Skálholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að á um 90 ha svæði sunnan og vestan við Skálholtsbúðir breytist landnotkun úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð, auk þess sem afmörkun hverfisverndarsvæðis á suðurhluta svæðisins breytist lítillega. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

 

2                     Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Íbúðarsvæði.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Efri-Brúar í Grímsnesi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að 8 ha svæði fyrir frístundabyggð austan við Þingvallaveg, norðan við Ljósafoss, breytist í íbúðarsvæði. Í gildi er deiliskipulag fyrir frístundabyggð á þessu svæði og er endurskoðun þess auglýst samhliða.

 

3                     Nesjavellir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Iðnaðarsvæði og jarðstrengur.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshreppi 2002-2014 vegna virkjunar á Nesjavöllum. Gert er ráð fyrir nýjum 145 kv jarðstreng frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi auk þess sem afmörkun iðnaðarsvæðisins er lagfært í samræmi við gildandi deiliskipulag og raunverulega landnotkun svæðisins. Iðnaðarsvæðið stækkar úr 315 ha í 430 ha, auk þess sem staðsetning efnistökusvæðis er leiðrétt. Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana og er í meðfylgjandi umhverfisskýrslu gerð grein fyrir áhrifum hennar umhverfið og nokkrum kostum á útfærslu raflínu/jarðstreng.

 

Samkvæmt 1.mgr. 25.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:

 

4                     Bergstaðir í Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Bergstaða í Biskupstungum, Eystritunga landr. 167202. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir fjórum 0,7 ha frístundahúsalóðum auk þess sem 0,7 ha lóð er afmörkuð utan um eldra frístundahús. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm hús á hverri lóð. Tillagan er í samræmi við nýlega auglýsta aðalskipulagsbreytingu.

 

5                     Skálholt í Bláskógabyggð. Borgarhólar, deiliskipulag frístundabyggðar.

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar  á um 110 ha svæði í Borgarhólum í landi Skálholts, sunnan og vestan við Skálholtsbúðir. Gert er ráð fyrir 99 lóðum á bilinu 0,5 – 0,8 ha fyrir 60 – 180 fm frístundahús að grunnfleti og allt að 25 fm aukahús. Nýtingarhlutfall lóðar má að hámarki vera 0.03. Gert er ráð fyrir sameiginlegri fráveitu fyrir húsaþyrpingar. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

 

6                     Stíflisdalur í Bláskógabyggð. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stíflisdals í Þingvallasveit. Skipulagssvæðið er vestan við Stíflisdalsvatn og er 183 ha. Er gert ráð fyrir 27 frístundahúsalóðum á bilinu 1,3 – 3,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 225 fm frístundahús að grunnfleti auk svefnlofts.

 

7                     Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi. Endurskoðun deiliskipulags.

Tillaga að endurskoðun deiliskipulags 2. áfanga frístundabyggðar í landi Efri-Brúar í Grímsnesi. Deiliskipulagið nær yfir um 15 ha svæði sem afmarkast af Þingvallavegi í vestri, 1. áfanga frístundabyggðar í norðri og opnu svæði í austri. Samkvæmt gildandi deililiskipulagi eru 10 frístundahúsalóðir innan svæðisins en gert er ráð fyrir að þær breytist í íbúðarhúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa allt að 300 fm íbúðarhús og 25 fm aukahús. Ekki er gert ráð fyrir að afmörkun lóða eða lega vega breytist. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er auglýst samhliða.

 

8                     Stærri-Bær í Grímsnes- og Grafningshreppur. Deiliskipulag frístundabyggðar

Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Stærri-Bæjar í Grímsnesi. Skipulagssvæðið er vestan Biskupstungnabrautar og er um 90 ha að stærð. Gert er ráð fyrir 65 lóðum frá 5.600 – 12.800 fm þar sem heimilt verður að reisa 50-200 fm frístundahús og alt að 40 fm aukahús á hverri lóð. Nýtingarhlutfall skal þó ekki vera hærra en 0.03. Tillagan er í samræmi við áður auglýsta breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

9                     Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag fyrir dælustöð

Tillaga að deiliskipulagi um 3.300 fm lóðar fyrir dælustöð. Á lóðinni eru þegar tvær litlar dælustöðvar en gert er ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 100 fm dælu- og aðstöðuhús fyrir hitaveituna. 

 

10                 Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Deiliskipulag frístundabyggðar.

Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi fimm frístundahúsalóða í landi Vaðness norðan við Hvítárbraut 53 og sunnan við Borgarhólsbraut 24. Lóðirnar eru á bilinu 5.640 – 7.426 fm þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og allt að 25 fm aukahús.

 

Samkvæmt 1.mgr. 26.gr.  skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:

 

11                 Úthlíð í Bláskógabyggð. Breyting á lóðum við Miðbrún.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Úthlíð. Í breytingunni felst að afmörkun og stærð þriggja lóða við Miðbrún breytast. Lóðir 2 og 3 stækka á meðan lóð 5 minnkar lítillega.

 

12                 Þingvallaþjóðgarður, Hakið, í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hakið í Þingvallasveit. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingareit fyrir stækkun þjónustumiðstöðvar auk þess sem byggingareitur er aðlagaður að núverandi byggingu, þá er gert ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir snyrtiaðstöðu auk þess sem bílastæði stækka.

 

13                 Hestur í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar, fjölgun lóða.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hests. Breytingin er sett fram á tveimur uppdráttum og felur í sér að fjórum lóðum er bætt við. Tveimur um 0,8 ha lóðum er bætt við í framhaldi af lóðum 131 og 136 og tveimur 0,8 lóðum er bætt við í framhaldi af lóðu 5b og 7c.

 

 

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags  og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 20. september til 18. október 2007. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinnihttp://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 1. nóvember 2007 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu